Web Index 2013 auglýsir eftir íslenskum blaðamönnum í verkefni

 

 

 

 

 

 

Juan Guillen, verkefnisstjóri hjá 2013 Web Index, sendi póst á ICIJ en þeim vantar íslenska blaðamenn til að vinna í Web Index 2013. Um er að ræða launað verkefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu á 2013 Web Index. Áhugasamir geta líka sent póst á; juan.guillen@globalintegrity.org

Um Web Index 2013:

Global Integrity is embarking on a partnership with the World Wide Web Foundation to prepare the 2013 Web Index.  The Web Index is the first multi-dimensional measure of the Web’s use, utility and impact. In 2012, the Web Index covered 61 developed and developing countries, incorporating indicators that assess the political, economic and social impact of the Web; in 2013 coverage will be increased to roughly 80 countries.  The Web Index is a tool that helps advocates and policy analysts draw upon actionable measures to identify impediments and track improvements in Web access and affordability.  The Web Index also helps inform decision-makers and regulators as to what changes can be made to Web governance in country to help achieve greater and more sustainable development outcomes.

This effort will require a global team of reporters and reviewers around the world to conduct original research and data gathering that will feed into the final 2013 Web Index.

 

 

Posted in Fréttir | Tagged , , , | Leave a comment

Chris Woods á ráðstefnunni 6. apríl

Nú er ljóst að The Bureau of Investigative Journalism í London mun senda Chris Woods sem fulltrúa sinn á ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku sem haldin verður á Reykjavík Natura, laugardaginn 6. apríl nk. Það er mikill fengur að fá Woods sem hefur áralanga reynslu af blaðamennsku og framleiðslu heimildamyndaþátta fyrir sjónvarp. Nýverið rannsakað Woods notkun á mannlausum árásarflugvélum í stríði og hefur umfjöllun hans birst í the Guardian, the Sunday Times,  the Daily Telegraph, the Independent, the New Statesman og víðar. Woods hefur m.a. starfað sem framleiðandi Newsnight og Panorama þáttanna á BBC og þá hefur hann skrifað og leikstýrt fjölda heimildamynda fyrir  Al Jazeera og Dispatches á Channel 4 í Bretlandi. Woods var nýverið tilnefndur til Foreign Press Association verðlaunanna.

 

Posted in Fréttir | Leave a comment

Fleiri fyrirlesarar staðfestir

Nú hafa tveir norskir rannsóknarblaðamenn til viðbótar staðfest komu sína á ráðstefnu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku 6. apríl nk.

Þau Marit Higraff og Harald Eraker eru í ritstjórn þáttarins FBI; Forbrukerinspektörene sem er heilsu-, lífstíls og neytendaþáttur á NRK. Haustið 2011 vakti umfjöllun þáttarins um Omega-3 lýsishylkin mikla athygli í Noregi þegar þau upplýstu að lýsið í hylkunum væri ansjósu og sardínulýsi frá Peru og Chile, en ekki lýsi úr norskum þorski. Lýsisfyrirtækin í Peru og Chile, sem eru að hluta til í eigu norskra fyrirtækja, valda auk þess mikilli mengun sem er heilsuspillandi fyrir íbúa í borgunum sem verksmiðjurnar eru í.

Hér má horfa á FBI þættina um Omega-3 lýsishylkin;

http://tv.nrk.no/serie/forbrukerinspektoerene/mdhp11004511/09-11-2011

http://tv.nrk.no/serie/forbrukerinspektoerene/mdhp11004611/16-11-2011

Líkt og í fyrra munu handhafi verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku og tilnefndir blaðamenn greinar frá fréttamálum sínum á ráðstefnunni. Þeir eru;

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, RÚV, sem hlaut verðlaunin BÍ fyrir umfjöllun sína um kadmíum í áburði og notkun iðnaðarsalts í matvælum. Jóhann Bjarni var fréttamaður á RÚV frá mars 2011 til ágúst 2012. Þar áður var hann meðal annars blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2005 til 2009. Jóhann Bjarni er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er nú í mastersnámi í viðskiptafræði og stjórnun við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð. Hann kemur aftur til starfa á fréttastofu RÚV í sumar. Jóhann Bjarni mun flytja stutt erindi um þær fréttir sem hann hlaut verðlaun fyrir á dögunum, en hann mun tala í gegnum Skype frá Svíþjóð.

Andri Ólafsson, Stöð 2, fyrir umfjöllun sína af fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi RÚV, fyrir óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og innleiðingu kerfisins.

Fulltrúi The Bureau of Investigative Journalism í London mun einnig koma á ráðstefnuna og fjalla um TBIJ og rannsóknarblaðamennsku. Hér eru upplýsingar um áður staðfesta fyrirlesara.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is til. 28. mars nk. 

 

Posted in Fréttir | Tagged , , | Leave a comment

Dagskrá ráðstefnunnar 6. apríl

Ráðstefna laugardaginn 6. apríl 2013

08:45 – Skráning á ráðstefnuna

09:00 – Valgerður Anna Jóhannsdóttir, fulltrúi HÍ í stjórn Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi,  setur ráðstefnuna.

09:15 – 10:30 Handhafi BÍ verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Jóhann Bjarni Kolbeinsson og tilnefndir Andri Ólafsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson.

10:30 – 11:00 Kaffihlé

11:00 – 12:00 Páll Hilmarsson Tæki og tól við gagnablaðamennsku

12:00 – 13:00 Hádegishlé

13:00 – 14:00 Nils Hanson – ABC of Investigative Journalism

14.00 – 15:00 Harald Birkevold & Hans Petter Aass – Norski olíu- og gasiðnaðurinn 

15:00 – 15:30 Kaffihlé

15:30 – 16:30 Marit Higraff & Harald Eraker – Omega-3 lýsisperlur 

16:30 – 17:30 Chris Woods – Mannlausar árásarflugvélar í stríði og starfsemi The Bureau of investigative Journalism í London. 

Vinsamlega athugið að fyrirlestrar íslensku fyrirlesarana eru á íslensku en þeirra erlendu á ensku.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is fyrir 28. mars.  

Posted in Fréttir | Tagged , , , , , , , , , | Leave a comment

Knight Foundation – styrkir fyrir blaðamenn

Knight Foundation er alþjóðlegur styrktarsjóður sem býður þrenns konar styrkir; blaða- og fjölmiðlastyrki, samfélagsstyrki og menningarstyrki. Umsóknarfrestur um blaða- og fjölmiðlastyrki er opinn allt árið en umsóknarferlið er í nokkrum þrepum. Fyrst er send inn umsókn og innan tveggja daga fær umsækjandi að vita hvort óskað sé eftir frekari upplýsingum eða umsókninni sé hafnað. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér.

Hér að neðan eru upplýsingar um áherslur blaða- og fjölmiðlastyrkjanna af heimasíðu sjóðsins. Allar nánari upplýsingar um Knight Foundation er að finna hér.

Journalism & Media Innovation

@michaelmaness on Knight’s journalism and media innovation strategy
Knight Foundation aims to help sustain democracy by leading journalism to its best possible future in the 21st century. We focus on funding Media Innovation, Journalistic Excellence, Freedom of Expression.

Media Innovation: Since 2007, Knight has invested more than $150 million in new technologies and techniques, including hundreds of community news and information experiments. Its media innovation portfolio seeks to improve public media, discover new platforms for investigative reporting, increase digital and media literacy, promote universal broadband access and support a free and open Web.

Journalistic Excellence: As the nation’s leading journalism funder, Knight funding has supported training for more than 100,000 journalists worldwide, and has helped to transform journalism education with the college-level Carnegie-Knight Initiative, major fellowship programs at Stanford, Michigan and Harvard and 22 Knight Chairs with endowments of more than $50 million.

Freedom of Expression: The foundation helps safeguard the rights of journalists worldwide and supports public information campaigns about the value of freedom of information and open government.

 

Posted in Fréttir, Styrkir | Tagged , , | Leave a comment

#dataharvest13 – Ráðstefna um gagnablaðamennsku

Journalismfund.eu stendur fyrir #dataharvest13, ráðstefnu um rannsóknar- og gagnablaðamennsku dagana 3. og 4. maí næstkomandi í BrusselÞetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og á henni munu fyrirlesarar miðla nýjum aðferðum í rannsóknar – og gagnablaðamennsku og greina frá samstarfsverkefnum. Þessi vettvangur er einnig kjörinn til að styrkja tengslanet við aðra blaðamenn. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru David Leigh and Joris Luyendijk, blaðamenn á The Guardian.
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðunni http://dataharvest.eu.
Posted in Námskeið og endurmenntun | Tagged , , , , , , , | Leave a comment

Upptaka af fyrirlestri Annie Machon

Annie Machon, fyrrum njósnari MI5 og framkvæmdastjóri LEAP, var gestur á Pressukvöldi BÍ og Miðstöðvarinnar 21. febrúar sl. Hér að neðan er myndbandsupptaka af fyrirlestri Machon og umræðunum á eftir.

Annie Machon á Pressukvöldi BÍ og Miðstöðvarinnar

 

Posted in Fréttir, Myndband | Tagged , | Leave a comment

Tæki og tól við gagnablaðamennsku

Fyrirlesurum á ráðstefnuna fjölgar dag frá degi. Páll Hilmarsson er sjálfstætt starfandi gagnablaðamaður og verður hann  með fyrirlesturinn Tæki og tól við gagnablaðamennsku á ráðstefnu Miðstöðvarinnar 6. apríl nk.

Páll Hilmarsson hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann heldur úti vefsvæðinu gogn.in þar sem birtar eru greinar um gagnavinnslu og fjölmiðla. Nýverið vakti töluverða athygli fréttaskýringar í Fréttablaðinu um eignarhald á jörðum sem Páll vann í samstarfi við Kolbein Proppé en gögnum til grundvallar var safnað með vélrænum hætti. Fyrirlesturinn kallar Páll Tæki og tól við gagnablaðamennsku og í honum verður farið yfir helstu aðferðir, hugmyndafræði og tæki við gagnablaðamennsku. Ef áhugi er fyrir hendi, hyggst Páll halda vinnustofu í apríl þar sem þátttakendur takast á við að safna gögnum sem áhugi er á, með þeim tækjum sem standa til boða.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is. Síðasti dagur til að skrá sig er 22. mars nk.

Posted in Fréttir | Tagged , , | Leave a comment

Norskir blaðamenn ræða um olíuiðnaðinn á ráðstefnunni

Harald Birkevold og Hans Petter Aass, blaðamenn á Stavanger Aftenblad, verða með fyrirlestur um norska olíu- og gasiðnaðinn og dauðsföll í olíuiðnaðinum á ráðstefnunni 6. apríl næstkomandi. Það er mikill fengur að fá þá félaga á ráðstefnuna en þeir búa yfir áralangri reynslu af umfjöllun um norska olíu – og gasiðnaðinn, viðskipti, skipulagða glæpastarfsemi og margt fleira.

Harald Birkevold hefur stýrt rannsóknarblaðamennskudeildinni á Stavanger Aftenblad frá 2007. Þar áður stýrði hann orku- og viðskiptafréttadeildinni á blaðinu en hann hefur skrifað um olíu- og gasiðnaðinn, orkumál og viðskipti í níu ár. Harald er auk þess að skrifa bók um efnahagskreppuna í Evrópu og áhrif hennar á ungmenni í nokkrum evrópskum löndum. Á ráðstefnunni mun Harald fjalla um olíu- og gasiðnaðinn í Noregi og rannsóknarblaðamennsku á Stavanger Aftenblad.

Hans Petter Aass hefur unnið sem blaðamaður hjá Stavanger Aftenblad frá 2007. Þar áður var hann blaðamaður hjá VG, stærsta dagblaði Noregs, í 17 ár. Hans Petter hefur fjallað mikið um spillingu, skipulagða glæpastarfsemi og hernað. Hann hefur skrifað tvær metsölubækur, Dødsranet – David Toska and the road to Nokas (2009) og War hero – Inside secret Norway (2012), með Rolf J. Widerøe. Á ráðstefnunni mun Hans Petter segja frá vinnu sinni við De glemte oljeofrene, fréttaraðar um dauðsföll í norska olíuðinaðinum frá upphafi olíuvinnslu í Noregi 1967. Hér má sjá hluta þeirrar umfjöllunar.

 

Posted in Fréttir | Tagged , , , , , , , | Leave a comment

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs 2013

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku vill vekja athygli á blaðamannastyrk Norðurlandaráðs en umsóknarfresturinn er til 18. mars nk. Fjöldi íslenskra blaðamanna hafa fengið styrk á síðustu árum og nýtt hann til að fjalla um ýmis norræn málefni. Á heimasíðu Norðurlandaráðs má finna nánari upplýsingar um styrkinn, reglur, úthlutanir síðustu ára o.fl.

Hér að neðan er fréttatilkyning frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

———————————————————————————-

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2013 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur. Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.

Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum.

Við úthlutun fréttamannastyrkjanna árið 2013 verður lögð áhersla á verkefni um norrænt samstarf, þar á meðal störf og fundi Norðurlandaráðs og áherslu ráðsins á árinu á utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þá verður einnig lögð áhersla á verkefni um menningarstefnu sem vettvang fjölbreytni og sjálfsmyndar á Norðurlöndum, nánar tiltekið um hvernig norrænt samstarf í menningarmálum tekur mið af auknum flutningi fólks milli landa og meiri fjölbreytni í menningu, trúarbrögðum og þjóðlífi, og hvernig lista- og menningargeirinn túlkar þau lýðræðislegu gildi sem Norðurlandabúar eiga sameiginleg.

Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs.

Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi.

Frekari upplýsingar um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna á http://www.norden.org/is/nordurlandarad/bladamannastyrkir-nordurlandarads

Umsóknareyðublað er meðfylgjandi.
Umsóknum má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til:

Íslandsdeild Norðurlandaráðs Alþingi
150 Reykjavík

Umsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. mars 2013.

Posted in Fréttir, Styrkir | Tagged , , | Leave a comment