Ráðstefnan næstkomandi laugardag

Nú liggur fyrir endanleg dagskrá fyrstu ráðstefnu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku sem haldin verður á Reykjavík Natura laugardaginn 14. apríl. Skráning hefst kl. 08:30 og fyrirlestrar stuttu síðar. Hér má sjá dagskránna í heild sinni.

Ráðstefnan er á ensku enda flestir fyrirlesararnir erlendir, og meðal gesta eru kollegar frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Það er rétt að árétta að kaffiveitingar að deginum og kvöldverðurinn er innifalinn í þátttökugjaldi ráðstefnunnar en ekki áfengir drykkir um kvöldið. Ef aðstæður hafa breyst og þú ert skráð/ur en kemst ekki á ráðstefnuna þá er mjög mikilvægt að láta vita af því.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

This entry was posted in Fréttir and tagged , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *