Umfjöllun um ráðstefnuna

Við erum vægast sagt þakklát fyrir þann góða róm sem gerður var að fyrstu ráðstefnu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku sem haldin var 14.apríl sl. Sigurður Már Jónsson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, fjallaði um ráðstefnuna og þá grein má lesa hér. Þá gerði Karen Kjartansdóttir fréttamaður á Stöð 2 frétt um ráðstefnuna og tók viðtal við Miröndu Patrucic.

Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri Datamarket og einn fyrirlesara ráðstefnunnar vildi koma bókinni Data Journalism Handbook á framfæri en það er handbók sem ætti að nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér gagnablaðamennsku nánar.

Ráðstefnan var öll mynduð og munu upptökur verða settar á vefsíðuna á næstu dögum og vikum. Meðfylgjandi eru myndir sem Ingi Ragnar Ingason tók á ráðstefnunni en fleiri myndir er að finna á síðunni okkar á Facebook.

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *