Miðstöð rannsóknarblaðamennsku fær inngöngu í GIJN

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi hefur fengið inngöngu í Global Investigative Journalism Network sem eru samtök um 50 rannsóknarblaðamennskustofnana og NGO samtaka í um 30 löndum. Það er mikill heiður að fá aðild að samtökunum en þau eru hálfgerð regnhlífarsamtök fyrir rannsóknarblaðamennsku í heiminum.

Markmið GIJN  eru eftirfarandi;

– Að aðstoða við að skipuleggja og kynna ráðstefnur og vinnusmiðjur um allan heim.

– Að aðstoða við að stofna og viðhalda stofnunum sem leggja áherslur á rannsóknar- og gagnablaðamennsku um allan heim.

– Að hvetja til og kynna bestu aðferðir í rannsóknar- og gagnablaðamennsku.

– Að hvetja til og kynna leiðir til að tryggja frían aðgang að almennum skjölum og upplýsingum í hverju landi.

– Að kynna greiða fyrir og hvetja til að meðlimir samtakanna og rannsóknarblaðamenn styrki tenglsanet sín á milli.

GIJN  skipuleggur alþjóðlega ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku sem haldin er annað hvert ár. Sú næsta verður haldin í október 2013 í Rio de Janeiro og verður að sjálfsögðu stefnt að því að fjölmenna á þá ráðstefnu frá Íslandi en hún er stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum. Við hvetjum alla til að kynna sér síðu GIJN en þar er m.a að finna langan lista yfir mögulega styrki og ‘fellowships’ sem bjóðast blaðamönnum um allan heim. Eins eru samtökin með síðu á Facebook.

This entry was posted in Fréttir, Námskeið og endurmenntun, Styrkir and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *