Niðurstöður spurningakönnunar

Þátttakendur á ráðstefnu Miðstöðvarinnar 14.apríl sl. voru mjög ánægðir með ráðstefnuna en þessar upplýsingar koma skýrt fram í niðurstöðum spurningakönnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ sendi út fyrir Miðstöð rannsóknarblaðamennsku til að kanna álit þátttakenda á ráðstefnunni.

Alls var svarhlutfall um 65% eða 35 einstaklingar en könnunin var send út til 53 þátttakenda á ráðstefnunni af þeim 72 sem sátu hana. 25 voru mjög ánægðir með ráðstefnuna og 9 voru frekar ánægðir. Þá ætla allir svarendur að mæla með ráðstefnunni við aðra blaðamenn.  29 þeirra telja mjög líklegt að þeir sitji sambærilega ráðstefnu á næsta ári og 6 telja það frekar líklegt.

Fyrirlestur Svíanna Fredriks Laurin og Sven Bergmans þótti áhugaverðasti fyrirlesturinn. Tæplega helmingur svarenda nefndi fyrirlestur Gianninu Segnini um gagnablaðamennsku eða datajournalism sem áhugaverðasta fyrirlesturinn. Þá virðist vera áhugi meðal þátttakenda á ráðstefnunni að fræðast enn frekar um gagnablaðamennsku, bæði á ráðstefnunni á næsta ári og í styttri vinnusmiðjum.

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvarinnar og erlendir gestir / fyrirlesarar tóku ekki þátt í spurningakönnuninni. Meðfylgjandi eru niðurstöður könnunarinnar.

Niðurstöður úr spurningakönnun í tengslum við ráðstefu ICIJ

This entry was posted in Fréttir and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *