Norskir blaðamenn ræða um olíuiðnaðinn á ráðstefnunni

Harald Birkevold og Hans Petter Aass, blaðamenn á Stavanger Aftenblad, verða með fyrirlestur um norska olíu- og gasiðnaðinn og dauðsföll í olíuiðnaðinum á ráðstefnunni 6. apríl næstkomandi. Það er mikill fengur að fá þá félaga á ráðstefnuna en þeir búa yfir áralangri reynslu af umfjöllun um norska olíu – og gasiðnaðinn, viðskipti, skipulagða glæpastarfsemi og margt fleira.

Harald Birkevold hefur stýrt rannsóknarblaðamennskudeildinni á Stavanger Aftenblad frá 2007. Þar áður stýrði hann orku- og viðskiptafréttadeildinni á blaðinu en hann hefur skrifað um olíu- og gasiðnaðinn, orkumál og viðskipti í níu ár. Harald er auk þess að skrifa bók um efnahagskreppuna í Evrópu og áhrif hennar á ungmenni í nokkrum evrópskum löndum. Á ráðstefnunni mun Harald fjalla um olíu- og gasiðnaðinn í Noregi og rannsóknarblaðamennsku á Stavanger Aftenblad.

Hans Petter Aass hefur unnið sem blaðamaður hjá Stavanger Aftenblad frá 2007. Þar áður var hann blaðamaður hjá VG, stærsta dagblaði Noregs, í 17 ár. Hans Petter hefur fjallað mikið um spillingu, skipulagða glæpastarfsemi og hernað. Hann hefur skrifað tvær metsölubækur, Dødsranet – David Toska and the road to Nokas (2009) og War hero – Inside secret Norway (2012), með Rolf J. Widerøe. Á ráðstefnunni mun Hans Petter segja frá vinnu sinni við De glemte oljeofrene, fréttaraðar um dauðsföll í norska olíuðinaðinum frá upphafi olíuvinnslu í Noregi 1967. Hér má sjá hluta þeirrar umfjöllunar.

 

This entry was posted in Fréttir and tagged , , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *