Tæki og tól við gagnablaðamennsku

Fyrirlesurum á ráðstefnuna fjölgar dag frá degi. Páll Hilmarsson er sjálfstætt starfandi gagnablaðamaður og verður hann  með fyrirlesturinn Tæki og tól við gagnablaðamennsku á ráðstefnu Miðstöðvarinnar 6. apríl nk.

Páll Hilmarsson hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann heldur úti vefsvæðinu gogn.in þar sem birtar eru greinar um gagnavinnslu og fjölmiðla. Nýverið vakti töluverða athygli fréttaskýringar í Fréttablaðinu um eignarhald á jörðum sem Páll vann í samstarfi við Kolbein Proppé en gögnum til grundvallar var safnað með vélrænum hætti. Fyrirlesturinn kallar Páll Tæki og tól við gagnablaðamennsku og í honum verður farið yfir helstu aðferðir, hugmyndafræði og tæki við gagnablaðamennsku. Ef áhugi er fyrir hendi, hyggst Páll halda vinnustofu í apríl þar sem þátttakendur takast á við að safna gögnum sem áhugi er á, með þeim tækjum sem standa til boða.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is. Síðasti dagur til að skrá sig er 22. mars nk.

This entry was posted in Fréttir and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *