Fleiri fyrirlesarar staðfestir

Nú hafa tveir norskir rannsóknarblaðamenn til viðbótar staðfest komu sína á ráðstefnu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku 6. apríl nk.

Þau Marit Higraff og Harald Eraker eru í ritstjórn þáttarins FBI; Forbrukerinspektörene sem er heilsu-, lífstíls og neytendaþáttur á NRK. Haustið 2011 vakti umfjöllun þáttarins um Omega-3 lýsishylkin mikla athygli í Noregi þegar þau upplýstu að lýsið í hylkunum væri ansjósu og sardínulýsi frá Peru og Chile, en ekki lýsi úr norskum þorski. Lýsisfyrirtækin í Peru og Chile, sem eru að hluta til í eigu norskra fyrirtækja, valda auk þess mikilli mengun sem er heilsuspillandi fyrir íbúa í borgunum sem verksmiðjurnar eru í.

Hér má horfa á FBI þættina um Omega-3 lýsishylkin;

http://tv.nrk.no/serie/forbrukerinspektoerene/mdhp11004511/09-11-2011

http://tv.nrk.no/serie/forbrukerinspektoerene/mdhp11004611/16-11-2011

Líkt og í fyrra munu handhafi verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku og tilnefndir blaðamenn greinar frá fréttamálum sínum á ráðstefnunni. Þeir eru;

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, RÚV, sem hlaut verðlaunin BÍ fyrir umfjöllun sína um kadmíum í áburði og notkun iðnaðarsalts í matvælum. Jóhann Bjarni var fréttamaður á RÚV frá mars 2011 til ágúst 2012. Þar áður var hann meðal annars blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2005 til 2009. Jóhann Bjarni er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er nú í mastersnámi í viðskiptafræði og stjórnun við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð. Hann kemur aftur til starfa á fréttastofu RÚV í sumar. Jóhann Bjarni mun flytja stutt erindi um þær fréttir sem hann hlaut verðlaun fyrir á dögunum, en hann mun tala í gegnum Skype frá Svíþjóð.

Andri Ólafsson, Stöð 2, fyrir umfjöllun sína af fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi RÚV, fyrir óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og innleiðingu kerfisins.

Fulltrúi The Bureau of Investigative Journalism í London mun einnig koma á ráðstefnuna og fjalla um TBIJ og rannsóknarblaðamennsku. Hér eru upplýsingar um áður staðfesta fyrirlesara.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is til. 28. mars nk. 

 

This entry was posted in Fréttir and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *