Chris Woods á ráðstefnunni 6. apríl

Nú er ljóst að The Bureau of Investigative Journalism í London mun senda Chris Woods sem fulltrúa sinn á ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku sem haldin verður á Reykjavík Natura, laugardaginn 6. apríl nk. Það er mikill fengur að fá Woods sem hefur áralanga reynslu af blaðamennsku og framleiðslu heimildamyndaþátta fyrir sjónvarp. Nýverið rannsakað Woods notkun á mannlausum árásarflugvélum í stríði og hefur umfjöllun hans birst í the Guardian, the Sunday Times,  the Daily Telegraph, the Independent, the New Statesman og víðar. Woods hefur m.a. starfað sem framleiðandi Newsnight og Panorama þáttanna á BBC og þá hefur hann skrifað og leikstýrt fjölda heimildamynda fyrir  Al Jazeera og Dispatches á Channel 4 í Bretlandi. Woods var nýverið tilnefndur til Foreign Press Association verðlaunanna.

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *