Ráðstefna 2013

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi stendur fyrir ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku laugardaginn 6. apríl næstkomandi á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Dagskráin er í mótun en nú þegar hafa fjórir fyrirlesarar staðfest komu sína á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar um fyrirlesarana hér.

Ráðstefnugjaldið er kr. 20.000. Greiða þarf 2.000 kr. staðfestingargjald við skráningu, en BÍ greiðir restina af ráðstefnugjaldinu, 18.000 kr. fyrir sína félagsmenn. Félagar í Félagi fréttamanna greiða ráðstefnugjaldið sjálfir og svo þarf hver og einn að sækja um endurmenntunarstyrk til BHM. Það veltur svo á rétti viðkomandi hversu mikið er endurgreitt. Félagsmenn annarra stéttarfélaga (s.s. myndatökumenn, pródúsentar, ljósmyndarar, tæknifólk) eru hvattir til að kynna sér endurmenntunarstyrki sinna stéttarfélaga.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á icij@hi.is fyrir 28. mars nk. 


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *