Um Miðstöð rannsóknarblaðamennsku

 

 

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi (ICIJ-Icelandic Center for Investigative Journalism) var stofnuð á vordögum 2011. Að henni standa meistaranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands og hópur rannsóknarblaðamanna og hún hefur aðsetur við Félagsvísindastofnun HÍ.

Miðstöðin hefur tvíþætt meginmarkmið, annars vegar að fræða með fyrirlestrum, námskeiðahaldi, útgáfu, nemendasamstarfi og upplýsingamiðlun á netinu. Hins vegar með því að vinna að einstökum brýnum rannsóknarverkefnum þar sem stefnt er að birtingum í hefðbundnum miðlum á Íslandi sem og erlendis og með birtingu á vefsvæði samtakanna.

Fyrirmynd Miðstöðvarinnar eru félögin SKUP í Noregi, Gräv í Svíþjóð, Tuktiva í Finnlandi, FUJ í Danmörku og  CIJ (Center for Investigative Journalism) sem er sjálfstæð stofnun í skjóli City University í London. Meðal markmiða CIJ og norrænu félagana er að efla samvinnu milli ríkja á sviði rannsóknarblaðamennsku og hafa þessi félög stuðlað markvisst að slíkri samvinnu.

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku – ICIJ

Pósthólf 194

Gimli v/ Sæmundargötu 2

101 Reykjavík

Sími: 525 5435

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *