Páll Hilmarsson / Ráðstefna 2013

Ráðstefna Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi 6. apríl 2013.

Fyrirlesari: Páll Hilmarsson, sjálfst. starfandi gagnablaðamaður. Fyrirlestur Páls kallast Tæki og tól í gagnablaðamennsku. Páll hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann heldur úti vefsvæðinu gogn.in þar sem birtar eru greinar um gagnavinnslu og fjölmiðla. Nýverið vakti töluverða athygli fréttaskýringar í Fréttablaðinu um eignarhald á jörðum sem Páll vann í samstarfi við Kolbein Proppé en gögnum til grundvallar var safnað með vélrænum hætti. Páll fer yfir helstu aðferðir, hugmyndafræði og tæki við gagnablaðamennsku í fyrirlestrinum.

Fyrirlestur Páls Hilmarssonar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *